< : Yfirlit Orða : Hugamyndir : Yfirlit : Woc : >
Huldusteinn
Ég hef setið í
skrafandi kaffisölum
drukkið í mig kliðinn
fundist sopinn beiskur.
Létt hefur munnur minn hjalað.
Orðin klædd í skrúð
lýsingarorða.
Falleg djúp
um stóra drauma
þó án samhengis
við mína dýpstu drauma.
Ég hef setið í huldubjarginu
og látið orð mín hnjóta
og falla eins og
vatnsmikla á í leysingum.
Létt hefur hjartað mitt hjalað.
Enginn ótti
fær þrifist í huldukletti
aðeins traust.
Enginn dómur fellur þar
aðeins blíðleg
leiðbeining.
Ég drekk jurtaseiði
og finn angan af náttúrunni
streyma um veggi bjargsins.
Sæki þangað þó ekki nema aðeins
til að drekka í mig augnráð
huldukonunnar.