Fíkn í falskan veruleika
        Það rennur
  hamslaust um augað.
  Slær glýju
  lofar gyllingu í grámann.
Þeytir upp hughrifum.
Það rennur
slævandi
um síþyrstar
æðar sársaukans.
Augað þyngist
uns sligað.
        Minningar
  kastast um
æðakerfið 
  eins og bolti
þakinn nálum.
        Sefandi svalar blekkingin
þyrstum huga.