Orð : Hugamyndir : Index : Woc

Hugamyndir

Sellout:
Ævintýraljóð
úr bók sem ég gaf út í 10 eintökum í tilefni að sýningunni Sellout sem ég hélt með Baldri Helgasyni 1997. Þessi ljóðalistaverk voru einnig prentuð á boli.

Í minningu jólanna
Þessi sýning var upphaflega sett saman fyrir Listasmiðju Apple umboðsins. Ég fékk þá hugmynd 1996 að það væri skemmtilegt að halda úti fyrsta Íslenska vef galleríinu og fékk að gera það í samvinnu við Apple Umboðið í u.þ.b. eitt og hálft ár. Fékk ég þar allskonar listamenn sem höfði unnið verk sín með aðstoð Makka. Jólasýningin þróaðist síðan í að verða hluti af sýningunni Sellout. En ég lét prenta þessar myndir á silfurpappír og setti upp lítil jól í kjallara Gallerí Hornsins. Dröslaðist meira að segja með silfurjólatréð mitt í strætó til að auka sýninguna jólastemmningu.