Ljóð eru ekki orð! Ég hef einnig gert tilraunir með smákver sem að eru að hluta til handgerð, gaf út ein 11 slík sem að eru þematengd, fyrir tæpum tveimur árum. Einnig hafa ljóðin mín verið þýdd yfir á fjölda tungumála, m.a. japönsku, arabísku, rúmensku, portúgölsku, spænsku og hollensku. Ég fékk mína fyrstu bók útgefna hjá AB þegar ég var um tvítugt, en valdi að gera allar þessar tilraunir í stað þess að fara hinar hefðbundnu útgáfuleiðir. Ég er nú að leggja lokahönd á tvö handrit, ljóðabókina Veruleikahnoð og skáldsöguna Dagbók Kameljónsins. Ég mun fara hefðbundnar leiðir í útgáfu á þeim. Þegar ég hef verið spurð hverskonar listamaður ég sé, þá er mér ef til vill best lýst sem fjöllistamanni (multiartist), vegna þess að ég vinn jöfnum höndum með svo mörg ólík listform. En ég veit loks hvað ég vil verða þegar ég verð stór, ég ætla vinna fyrst og fremst að ritstörfum, þar byrjaði ég upprunalega og innan þess ramma finnst mér skemmtilegast að vinna. Læt fylgja með í þessum íslenska heimi, nokkrar myndir sem ég vann fyrir Sellout, myndlistasýningu sem ég og Baldur Helgason settum upp í Gallerí Hornið fyrir margt löngu. Kalla þann flokk Hugamyndir. |