Uppgjörið
Hljóð angist
grípur um hjarta mitt.
Sól sortar
óvissan hringsólar
eins og gammur.
Ég finn hjarta þitt bresta.
Tíminn vegur þungt.
Ég sé þig rísa upp úr fölnuðu holdinu
augu þín brosa.
Bláleitir vængir brjótast út úr
beygðu baki.
Þú flýgur reistur
með eld í hjarta
á móti örlögum þínum.
Ég held á eggi minninga okkar
Kasta því á eftir þér.
Það brotnar á hinum
ósýnilega vegg efans.
Minningarnar flæða út
og steypa sér yfir mig,
-kríufarg.
Æra mig um stund
gogga í mig,
uns ég tek
staf styrkleika míns,
hrek þær á braut.
Og allt er svo kyrrt.