Lista Gyðjan
Ég er forn vera,
dís tóna og lista.
Gömul og hnarreist
útigangskerling,
með speki völvunnar
byljandi í brjósti.
Gyðja gleðinnar
og allt sem
hugarþugið getur
fært í búning.
Ég hef gengið
um í hofum þeim
sem löngu eru urðuð
í jarðveg gleymskunnar.
Ég hef séð heiminn rísa upp
úr rústum sjálfseyðingar sinnar
oftar en tíminn fær talið.
Séð sömu kenndir
verða manninum að fjörtjóni.
Séð sakleysislega löngum
umbyltast í ægilega græðgi.
Séð heiminn byggjast upp
eins og fagra borg ofna úr hillingum.
Séð tímans sand renna undan honum
svo hann fái fallið um sjálfan sig enn og aftur.
Ég hef fært þessum fallvalta heimi
börn sköpunar minnar
með þungum fæðingarhríðum.
Allt sem mannlegar hendur hef skapað
er ofið úr flráðum mínum.