< : Yfirlit Orða : Hugamyndir : Yfirlit : Woc : >


 

 

Endurfundir
til Margrétar Lóu

Áratugir verða mínútur
óræður tími
andartök
í lífsins straumharða fljóti

Flýt í átt til þín
og við erum bjartir fiskar
með regnbogahreistur
sem eitt sinn töluðum eins og gamlir karlar
í hæglátum hljómmiklum myndum

Hlæjum án þess að ná andanum
þegar við dokum við
í kyrrlátum kynjavötnum
og sjáum sömu myndirnar
endurvarpast á spegilsléttan
flöt yfirborðsins