< : Yfirlit Orða : Hugamyndir : Yfirlit : Woc : >


Innikúltúr

Líkami minn er fullur af vökva
sem hreyfist með segulbylgjum
norður heimskauts
lífsvatn sem snýst í hringi
sem öllum eru ósýnilegir

Stjörnurnar sem titra á himninum
eru kunnuglegar

Hér er innikúltúr
með kertaljósum
og baðstofu minningum

Þegar þykkt vetrarmyrkrið
hellist yfir landið
verðum við hellisbúar
og hættum okkur bara út
ef við verðum

Annars þá njótum við
gjafmildi lands okkar
sem heldur okkur funheitum
í heimatilbúnum hellum okkar

Við laugum okkur í lindum heitum
vatnið fellur án afláts
um líf okkar
gegnsætt
ilmandi
iðrum jarðar