MótMæli
Vinnuvélar eins stórar
og hótel
gnæfðu albúnar
til atlögu
gegn helgistöðum landsins
Titrandi dögg
á einstæðum stað
Þær stóðu við gættir
hins mikla þings
sem eitt sinn var
vinnustaður þeirra
er lýðræðið virtu
Formæður landsins
ævafornar rúnum ristar visku innsæis blíðu
Stóðu af sér voðaveður
og aðkast þeirra
er tungum tvennum tala
Sungu um holtasóleyjar og blóðberg
Þegar heyra mátti fyrstu sprengingarnar
og finna dyn hinna miklu véla
Þá féllu tár í þurrann svörð malbiksins
Við bakdyr þingsala
fann ég spaðagosa á hvolfi
|