Ljóð Fíflsins < : Yfirlit Orða : Hugamyndir : Yfirlit : Woc : >

Kannski er ég litrík
kannski mála ég loftið
með dularfullum orðum.

Kannski tekst mér að fá þig
til að brosa beint frá hjartanu.

Kannski verð ég ástfangin
af öllu sem ég sé.
Einfaldlega vegna þess
að ástin mín,
hefur enga merkimiða á sér
hún bara er.

Kannski dansa ég
í skugga þekkingar
kannski dansa ég uns ég fell.
En þú skilur,
ég er fífl fíflanna,
eins gömul og jörðin,
eins ung og hið ófædda.
Aldrei leitandi,
bara verandi,
uns ég er ekki meir.

Eftir standa auðmjúkir
skuggar mínir
sem ég hef skapað,
til að tengja eilífðina
við endanleikann.