< : Yfirlit Orða : Hugamyndir : Yfirlit :
Woc : >


Ferðalag inn í logann

Vinalegur kertalogi
dansar við höfuðgaflinn.
Úti hvísla reikistjörnur
og sólir.

Skrýtilegar sögur birtast
þegar svefn sækir á.

Í tímans skauti situr Gyðjan.
Klæði hennar eru ofin
úr lifandi silkiormum.
Augun stundaglös.

Ég kyssi augu hennar
með mjúkum lifandi orðum.
Sandurinn rennur um æðar mínar
uns morgunskíman laumast inn.

Vaxið perlar eins og morgundögg
í vitund minni.