Back * Photo IndeX * ForWard * To the Womb Index

Svarti kötturinn

Ég átti eitt sinn svartan kött
sem hét Bjartur

Handan þessa heims hann sá
draugablik og tilfinningar nam hann

Síðan Bjartur dó
þá hefur hann fylgt mér
tekið sér bólfestu íöðrum
svörtum köttum borgarinnar
Sýnir sig aðeins
ef ég er í eymdarhug
minnir á lítil kraftaverk
allt í kring

Labbar til mín
nuddar sér letilega
við fætur mína
malar og hverfur svo

Og eymdarsjálfsvorkunnin
hverfur jafn hratt og hann.