Kæri lesandi

Womb of Creation hefur alla tíð verið á ensku, þessi næstum tíu ára gamla tilraun, hefur verið vel sótt af íslendingum í gegnum tíðina og fannst mér því kominn tími til að votta þeim örlítinn virðingarvott með því að hafa allavega einn hluta vefsins á hinu ilhýra ástkæra tungumáli. Ég hef lítið skrifað á íslensku undanfarin 10 ár, vegna mikils flakks um heiminn, þá hafa ljóðin mín fengið meiri lestur og útbreiðslu erlendis en hefði nokkru sinni tekist ef ég hefði farið hefðbundnar leiðir. WOC er einskonar hliðarheimur þar sem ég hef fengið útrás fyrir nýja tegund af listrænni sköpun og verið svo lánsöm að hafa fengið tækifæri á að vinna með fólki frá hinum ýmsu löndum sem hefur verið að ryðja brautir í hinum nýja hliðarveruleika sem hefur þróast á netinu en jafnframt síast inn í raunveruleikann eins og við þekkjum hann.

Hér á þessum stað vefsins verða aðallega ljóð og samspil ljóða og myndlistar. Í hinum ensku hlutum vefsins hef ég líka laumað ljóðum og texta á íslensku.

Með birtukveðjum
Birgitta Jónsdóttir

p.s. smelltu myndina til að komast inn...