Beyond Borders Smákverasafn |
Inniheldur meðal annars ljóðin; Tungumál steinanna, Sólin í brosi þínu og Fórnin. Ástarljóðabók fyrir þá sem kunna að meta fiðrildi í maga og vímu þess hrifnæma ástþrungna lífs. |
Inniheldur meðal annars ljóðin; Dagur beinanna, Uppgjörið, Helheimur og Til upphafsins. Dauðaljóðabókin fjallar um dauða, sjálfsmorð, sorg og leiðina til baka til lífsins. |
Inniheldur meðal annars ljóðin; Stillimynd, Konan með stálbakið og Ljóð fíflsins. Í égljóðabók eru einlæg ljóð naflaskoðarans þar sem skáldið skoðar sína innri og ytri sjálfsmynd með vægðarlausri sjálfsrýni. |
Inniheldur meðal annars ljóðin; Fíkn í falskan veruleika, Vaxveggir og Skjaldbökuhúsið. Óttaljóðabókin átti upphaflega að heita, sjálfsvorkunarbókin, eða eymd. Skáldið var ekki viss um hvort að svona sjálfpíslarljóð ættu erindi við nokkurn mann, en komst svo að þeirri niðurstöðu að við veltum okkur öll upp úr þessum hugsunum og tilfinningum og á því jafn mikið erindi. En þessa bók ber að taka sem eins konar paródíu á þennan stað í tilverunni, enda skáldið komist að þeirri niðurstöðu að eymd sé valkostur, þó að vissulega sé gott að velta sér upp úr henni í fullkominni meðvitund. |
Inniheldur meðal annars ljóðin; Alheimsauga og Ákall til frumafla. Í guðljóðabók má finna ljóð sem tengjast hugmyndinni um æðri mátt sem sumir kalla Guð. Þetta eru ekki trúarleg ljóð í trúarbragðafræðilegum skilningi, né efnishyggjuljóð, frekar ljóð þess sem leitandi er að spurningum við öllum þessum svörum. |
Inniheldur meðal annars ljóðin; Kameljónið, Leðurblökukonan og Ævintýraljóðið. Í Ævintýraljóðaljóðabók eru ævintýri hverdagsleikans og hinna huldu heima alls ráðandi |
Inniheldur meðal annars ljóðin; Fjallkonan, Jarðtengsl og Haust. Íslandsljóðabók er eins konar nútímaleg ættjarðarljóð. Rómantísk ástarljóðabók til Íslands. |
Inniheldur meðal annars ljóðin; Mynd af Frigg, Heimdallur og dómdagskallið og Saga. Í GoðGyðjuljóðabók má finna ljóð sem að mestu tengjast okkar Norrænu goðafræði. |
Í Reykjavík má finna; Kræklótt tré, Flókamyndir og Hótel Borg. Reykjavíkurljóðabók er óður til borgar sem er engri annarri lík, full af árstíðavillum og skringilegri birtu, furðufólki og dularfullum svörtum köttum. |
Inniheldur meðal annars ljóðin; Beinakerlingin, Marglitar sprengjur og Niðurtalning til stríðs. Í heimsljóðabók eru ef til vill pólitískustu ljóðin í þessari seríu þar sem höfundurinn lætur óbeit sína á stríðsrekstri öllum glatt skína en ekki langt þar handan við má finna ákveðna trú á mannkyninu.
Beyond Borders Útgáfa : e-mail: poems@this.is : sími: 692 8884 |